þriðjudagur, október 10, 2006

Tveir vinir og annar ekki í fríi

Það er athyglisvert að bera saman viðbrögð þeirra Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, og Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, við matarverðslækkuninni. Grétar tjáir sig á forsíðu Moggans í dag, fagnar aðgerðunum en lýsir hóflegum fyrirvörum. Mjög forsetalegt hjá honum. Gylfi tjáði sig í kvöldfréttum RÚV í gær, byrjaði á því að nefna lækkun vsk af sælgæti og fann lækkununum allt til foráttu. Mjög prófkjörsframbjóðandalegt hjá honum.

Nú höfum við dæmi um tvo prófkjörsframbjóðendur sem veita þekktum stofnunum forstöðu og hyggjast skora forystumenn hvor í sínum stjórnmálaflokki á hólm í prófkjörum. Guðfinna Bjarnadóttir vill í fremstu röð sjálfstæðismanna og skorar Björn, Gulla, Pétur Blöndal og Ástu Möller á hólm. Hún tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta með saklausum tölvupósti og var samstundis send í frí.

Gylfi Arnbjörnsson vill í forystusveit Samfylkingarinnar og skorar Ingibjörgu Sólrúnu, Össur, Jóhönnu, Helga Hjörvar og Steinunni Valdísi á hólm. Nokkrar vikur eru síðan hann gaf kost á sér en hann heldur áfram að vinna eins og ekkert sé og fær að reka prófkjörsbaráttu sína með því að koma fram sem talsmaður ASÍ og umboðsmaður launafólks í landinu í fjölmiðlum.

Engin ummæli: