sunnudagur, október 08, 2006

Follow the money

Michael Corgan staðfestir í viðtali við Egil Helgason að þetta er svona. Nýi samningurinn við Bandaríkin færir okkur í rauninni ekkert það sem ekki er tryggt með NATO-aðildinni sjálfri.

Það getur bara þýtt eitt, menn eru að semja við Kanann aftur til þess að spara sér að taka þátt í þeim kostnaði sem annars mundi fylgja fullgildri aðild að NATO.

Aronskan hefur sigrað. Hvað hefði ríkið þurft að borga mikið til NATO ef ekki lægi fyrir tvíhliða samningur við Bandaríkin? 10 milljarða? 25? Hver sem upphæðin er þá eru menn að spara sér hana með því að hengja sig áfram í tvíhliða samning við Kanann í staðinn fyrir að borga sjálfir kostnaðinn sem fylgir því að vera fullgildur, óháður aðili á alþjóðavettvangi. Í leiðinni er samstarfið útvíkkað á brautir löggæslu- og öryggisgæslu í anda Abu Ghraib og Guantanamo Bay.

Engin ummæli: