fimmtudagur, október 12, 2006

Eru þeir fleiri en fjórir?

Rannsókn mín bendir til þess að fjórir Íslendingar haldi með knattspyrnuliðinu West Ham United, sem ef til vill er að komast í eigu Eggerts Magnússonar og félaga hans.

Hinir íslensku stuðningsmenn West Ham eru þessir: bræðurnir Gunnar Smári og -sme, Gylfi Orrason, knattspyrnudómari og Hjálmar Jónsson blaðamaður.

Þessi rannsókn er enn sem komið er á frumstigi en næsta skref hennar hefst hér og nú. Opnað hefur verið fyrir komment með þessum pósti í því skyni að safna upplýsingum um alla þekkta stuðningsmenn West Ham United á Íslandi. Öll framlög eru vel þegin.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi heldur upp á West Ham: http://www.blog.central.is/adamw
En, er ekki dálítið lamað að bjóða upp á komment með einni færslu?

Pétur Gunnarsson sagði...

einhvers staðar verður maður að byrja.

Nafnlaus sagði...

Mig minnir, nokkuð sterklega, að ég hafi verið stuðningsmaður WH síðla á menntaskólaárunum. Það var í þá daga þegar maður hafði ekkert annað að gera síðdegis á laugardögum en að horfa á enska boltann í svarthvítu á meðan maður beið eftir að djammtíminn kæmi. Þannig stóð á þessu að ég eignaðist litla tösku undir leikfimidótið og var hún í litum WH og með merki félagsins. Dugði þá vitaskuld ekki annað en vera stuðningsmaður þess. 3-4 árum seinna náði þessi stuðningur minn hæstum hæðum, þá ég var staddur, með töskuna á síðunni, uppi á fjalli einu, nærri smábænum Banff í kanadíska hluta Klettafjalla (þangað kleif maður í fínustu kláfferju) og gekk þá fram á mig enskur túristi yfir miðjum aldri, heilsaði mér innvirðulega og fagnaði mjög að hitta þarna lagsbróður í stuðningi við WH. "Alveg er það dæmigert að maður skuli þurfa að fara hálfa leið kringum hnöttinn áður en maður hittir fyrir annan sálufélaga í stuðningi við liðið sitt" sagði hann og hló mikinn og bauð mér svo uppá bjór. Kannski sé orðið tímabært að gá hvort taskan góða er enn til einhvers staðar niðri í geymslu, hver veit nema Eggert launi stuðninginn betur en sá enski á fjallinu forðum!!!
ÞJ

Nafnlaus sagði...

Það er allt fullt af West Ham-mönnum. Ég þekki sjálfur tvo eldheita, sem hafa farið í ferðir - eiga fullt af búningum og allur sá pakki.

Held meira að segja að íslenskur stuðningsmannaklúbbur hafi verið stofnaður fyrir nokkrum misserum.

Það hefur meira að segja komið út bók á íslensku um sögu West Ham. Þetta er raunar með ólíkindum ef haft er í huga hversu fáa titla liðið hefur unnið.

Það er til dæmis mun styttra síðan mínir menn í Luton unnu alvöru bikar (deildarbikarinn) en West Ham...

Hallgrímur sagði...

Bendi á Óskar Hrafn Þorvaldsson nýráðinn ritstjóra DV og Jón Kristján Sigurðsson fyrrverandi íþróttafréttamann á DV og nú starfsmann UMFÍ og ritstjóra Skinfaxa.

Nafnlaus sagði...

Veit um málarameistara nokkurn á Akranesi sem er Hammers fan. Hjalti heitir hann.

Nafnlaus sagði...

... undarlegt - en það finnast fleiri!
Jón Bjarni Guðmundsson leikari hjá Saga film er stækur í stuðningnum. Okkur hinum fannst það alltaf dálítið skrítið - en Jónbi var alltaf fyrir það að vera öðruvísi ...

Nafnlaus sagði...

Ég hef haldið með West Ham síðan 1974 - en ef Eggert kaupir þá held ég ekki með þeim lengur. Eini ljósi punkurinn við það er að þá hættir hann vonandi hjá KSÍ.