fimmtudagur, september 21, 2006

Segðu mér hverju þú mótmælir...

Ungt fólk á Íslandi er aftur farið að mótmæla, það hefur skoðanir og því er ekki sama. Dag einn í sumar voru þrenn mótmæli á sama tíma. Sumir mótmæltu Kárahnjúkavirkjun, aðrir árásarstríði Ísraels gegn Líbanon. Sumir fóru niður á skattstofu og stóðu vörð um skattskrána.

Í dag er aðalfundur Heimdallar. Þar verður kosinn nýr formaður. Tvær ungar konur eru í framboði. Önnur þeirra verður í fararbroddi þegar Heimdellingar gera áhlaup á skattstofuna næsta sumar.

Engin ummæli: