fimmtudagur, september 07, 2006

Sameinast þau um kosningu í nefndir?

Er það eitthvað nýtt að stjórnarandstaðan ætli að "stilla saman strengina" á þinginu? Hefur það ekki alltaf verið þannig? Ég man eftir þessum sameiginlega blaðamannafundi í upphafi þings haustið 2004 þar sem höfð voru stór orð um fyrirhugað samráð.

En kannski er eitthvað nýtt í þessu, kannski fellst t.d. Samfylkingin á að stjórnarandstaðan bjóði sameiginlega fram til nefndakosninga í þinginu nú í haust Það væri nýtt á þessu kjörtímabili og til marks um raunverulegan samstarfsvilja af hálfu Samfylkingarinnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til vetrarins! Það var einmitt þennan vetur fyrir 4 árum sem ég kynntist framsóknarmanninum. Það var stuð og mér sýnist stuðið vera að byrja aftur!