fimmtudagur, september 07, 2006

Heitt í hamsi

Sjáðu þetta. Jón Baldvin hefur ekki mikla trú á þingliði Samfylkingarinnar, kallinum hitnar í hamsi þegar hann fer að tala um prófkjör og uppstillingu á lista Samfylkingarinnar vegna þingkosninganna, segir að það verði að vera hægt að stilla upp fólki sem er "verkfært" og sem "nýtur trausts."

Ég held að margt Samfylkingarfólk sé að hugsa á þessum nótum, sérstaklega þeir sem hafa rætur í Alþýðuflokknum eða líta á sig sem hægri krata. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur, sérstaklega ef stjórnarandstaðan ætlar sér að bjóða fram einhvers konar kosningabandalag næsta vor. Nú eru gamlir alþýðubandalagsmenn í flestum forystusætum í Samfylkingunni þannig að Samfylkingin+VG lítur út eins og endurreist Alþýðubandalag. Þjóðin mundi aldrei kaupa þann pakka í kosningum.

Engin ummæli: