mánudagur, september 11, 2006

11. september

Independent:
"2,973 Total number of people killed (excluding the 19 hijackers) in the September 11, 2001 attacks 72,000 Estimated number of civilians killed worldwide since September 11, 2001 as a result of the war on terror 2 Number of years since US intelligence had any credible lead to Osama bin Laden's whereabouts" Sjá líka þetta hér.
11. september 2001 var ég á fréttastjóravakt á Fréttablaðinu, fór á fund í hádeginu og þegar ég kom til baka voru samstarfsmenn mínir að horfa á CNN. Skömmu síðar flaug seinni vélin á norðurturninn. Ég held að við höfum öll áttað okkur á því strax að heimurinn var að breytast.

Á þessum fimm árum hafa Bandaríkin breyst úr forysturíki hins frjálsa heims í Rogue State undir forystu manna sem fá vonandi makleg pólitísk málagjöld í þingkosningunum vestanhafs í nóvember. Vonandi ná demókratar völdum í bæði fulltrúa- og öldungadeildum og geta snúið sér að því að koma lögum yfir þetta hyski. (Mæli með að menn lesi bæði stefnuskrá repúblíkana í Texas sérstaklega kaflann um Sameinuðu þjóðirnar og skrif þessarar merku konu um hugmyndafræðilegan föður hinna neó-konservatívu.)

Sem betur fer er herinn nú að fara. Við eigum að semja við Breta, Dani og Norðmenn um hefðbundnar varnir, taka ábyrgð á hryðjuverkavörnum og ratsjáreftirliti í lofthelginni sjálf og leita samstarfs við Norðmenn, Dani, Breta og Rússa um eftirlit með Norðursiglingum.

Engin ummæli: